Opið alla daga 8-20

Sérstaða Nóatúns


Sérstaða Nóatúns

Fyrir okkur í Nóatúni er góður matur ástríða og við álítum það hlutverk okkar að deila ástríðu okkar með viðskiptavinum sem heimsækja verslanir Nóatúns á degi hverjum. Starfsemi Nóatúns og vinnubrögð starfsfólks taka mið af þessu í daglegu starfi. Við leggjum mikinn metnað í allt sem við gerum til þess að vörugæði, framboð og framsetningar standist ítrustu kröfur sem til okkar eru gerðar. Við leggjum mikla áherslu á þjónustu og að umhverfi verslunarinnar sé afslappað og þægilegt meðan á verslunarferð stendur.

Kjötborðið er ein helsta skrautfjöður Nóatúns. Á löngum og farsælum ferli hefur Nóatún þróað fyrsta flokks meðhöndlun og framsetningu á kjötvörum. Nóatún Austurveri hefur á boðstólum mikið úrval af fersku kjöti sem afgreitt er beint úr kjötborði af valinkunnum fagmönnum. Kjötiðnaðarmenn og matreiðslumenn, öllum hnútum kunnugir, eru ávallt reiðubúnir að þjóna þér í hvívetna.  Kjötborð Nóatúns býður daglega upp á eitt mesta úrval af kjöti á Íslandi.Íslenskt lambakjöt, nautakjöt, svínakjöt, kálfakjöt, kindakjöt,villibráð,  ljúffeng grillspjót og meðlæti eru meðal þess sem er á boðstólum. Kjötmeistarar okkar eru ávallt reiðubúnir að brydda upp á spennandi marineringum á kjötið og veita ráðgjöf.
Láttu okkur koma þér á óvart, því við erum svo sannarlega bestir í kjöti.

Athugið að ef afpanta á sérvinnslu úr kjötborði skal gera það með 24klst fyrirvara, annars verður rukkað fyrir vöruna.

Veldu þitt eigið krydd eða marineringu
Við bjóðum upp á úrval þurrkrydda og marineringu fyrir ljúffengar steikur úr kjötborði okkar eða ferskan fisk úr fiskborðinu.  Kynntu þér hvað er í boði.
Fagfólk með reynslu
Viltu láta úrbeina lambalærið, fjarlægja mjaðmabein, skera í puru á svínahryggnum?  Láttu okkur sjá um fyrirhöfnina, okkar er ánægjan.
Pantanir fyrir veislur
Láttu okkur sjá um að undirbúa veisluna.  Þú velur matinn eða færð ráðleggingar hjá okkur.  Við tökum til hráefnið, meðhöndlum það og gerum klárt fyrir eldamennskuna.  Þú sækir eða færð sent heim.
Ráðgjöf
Fáðu ráðleggingar fagfólks okkar um hvað hentar í þínaveislu, hvað hentar best, hvað þarf mikið magn o.s.frv.
Bein fyrir sósugerð
Fyrir þá sem kjósa að laga kjötsoð sjálfir frá grunni er að jafnaði hægt að fá bein fyrir soðið í kjötdeildum okkar.  Beinin seljum við á sanngjörnu verði.
Sögun
Við sögum framparta, læri, hryggi, heila lambaskrokka.
Heitur matur
Alla virka daga vikunnar bjóðum við upp á frábært úrval af heitum heimilismat. Einnig er hægt að fá grillaðan kjúkling, grillaðan lambaframpart, heit svið og purusteik. Kynntu þér hvað er í matinn í dag.
Nýbökuð brauð og bakkelsi alla daga
Við bjóðum upp á nýbökuð brauð alla daga vikunnar sem bökuð eru á staðnum.  Úrvalið er mjög fjölbreytt bæði í brauðum og bakkelsi.  Það er einfaldlega ekkert sem jafnast á við nýbakað brauð úr Nóatúni.